13. janúar 2009
Sumir elska fagra konu, aðrir elska kjötsúpu
Gleðilegt árið!
Skólinn byrjaður enn og aftur. Ég er í Reading for pleasure áfanga í ensku og þarf að lesa fimm bækur, og er byrjuð á þeirri fyrstu sem kallast Mister Pip og er eftir Lloyd Jones. Það verður nóg að gera í skólanum þessa önnina.
Ég og Helga Kristín erum að spá í að skella okkur á Herþjálfunarnámskeið hjá Heilsuakademíunni, en það kostar núna alveg 5000 kr. meira en þegar ég fór í sumar. Ótrúlegta skemmtilegt námskeið, æfing kl.6 á morgnanna þrisvar í viku!
Ég og Björg fórum á föstudaginn sl. á Janis Joplin sjóvið, ótrúlega flott og skemmtum við okkur konunlega =)
28. desember 2008
Majorca-hlaup
Hvernig ætli áramótin verði annars? Það er smurning! Er pínu heit fyrir því að fara á 90's Party @ Nasa, smurning hvort e-r sé að pæla í því að fara þangað líka?
Annars græddi ég fullt á djamminu mínu á föstudaginn, 2 pepsi í dós og 2000 kr, en munaði minnstu að ég hefði grætt 16" pizzu líka, en það var hrifsað hana af mér og hlupið með hana í leigubíl!
FM Belfast eru að meikaða!
25. desember 2008
Gleðilega hátíð!
Heimsótti mína nánustu í kirkjugarðinn, ömmu, afa og systir mína. Það var ljúft.
Er að hugsa um að skella mér á Jólaball á Nasa á föstudaginn en þar mun FM Belfast, Sprengjuhöllin, Retro Stefson og Hjaltalín koma fram og kostar bara skitinn 1000 kall fyrir nova notendur =)
16. desember 2008
Anatómí og Krestó

Rakst á manninn með ljáinn fyrir örfáum dögum síðan. Já ég var á gangi á Laugarveginum með Guggunni, á Laugarveginum iðaði mannlífið í kuldanum. Fyrir utan Mál og menningu rákumst við á manninn með ljáinn og brá mér aðins við að sjá hann...en hann var að dreifa einhverjum bréfsneplum, maður smyr sig hvað hafi verið á þeim, en ég tók allavega ekki við einum slíkum. Og þegar ég benti Guggunni á manninn með ljáinn, sagðist hún ekki hafa tekið eftir honum...og velti ég því fyrir mér í smá stund hvort að ég væri nokkuð ein um að sjá hann! En nei svo loks kom hún auga á hann.. fjúff!
Þegar fingur okkar og nef var við það að frjósa, kallar hjálpræðisherinn á okkur og býður okkur upp á heitt súkkulaði svona rétt til að hlýja okkur aðeins, okkur þótti það mjög indælt.
Tinna Kristín rakst á gamla dagbók sem hún skrifaði í árið 2003 eða 2004, og aðra ennþá eldri síðan í grunnskóla, las hún örfáar línur úr henni fyrir mig sem var alveg drepfyndið! Hver kannast ekki við topp 5 listann sem maður gerði í grunnskóla! Hvað þá er við stunduðum sannleikann og kontor í gríð og erg!
Þetta fékk mig til þess að opna dagbókina sem ég hélt árið 2002 þegar ég var í enskuskóla í Broadstairs. Kent School of eEnglish. En Broadstairs er á suð-austurströnd Englands og þegar veðrið leikur við mann sér maður yfir til Frakklands. Ekki nóg með það heldur bjó hinn víðfrægi Charles Dickens í Broadstairs, og fékk ég að upplifa Dickens vikuna úti, sem er haldin árlega. En þar klæða bæjarbúar sig upp í föt sem voru í tísku á þeim tíma er Dickens var uppi. Það var frábær upplifun að fá að dvelja í Englandi í þrjár vikur.
Þessi önn hjá mér hefur einkennst af mikilli skemmtun og dansi, og hef ég ófáar sögurnar í pokahorninu, en eins og hún Tinna Kristín orðaði það ; ,,Lilja, stundum er bara eins og þú sért klippt út úr gamanseríu".
Ég er búin að kynnast slatta af "nýrri" tónlist líka, svo sem: Patti Smith (Gloria og Redondo Beach), lagið Standing Next to me með The last shadow puppets, lagið Straight to hell með The Clash..og alveg hellingur af tónlist í svipuðum dúr.
Einnig uppgötvaði ég loksins þættina Flight of the Conchords, en Björg hafði einhvertíman sýnt mér lagið Jenny með þeim, og er ég búin að vera að leita að þessum snillingum síðan, svo var loksins sýnt mér þetta og sagt frá þessum þáttum! Ég ætla að láta fylgja með lagið Business time!
Þangað til næst...
10. ágúst 2008
Pása?
Sumarið... já það er að klárast.. og hef ég unnið í ÁTVR í sumar, búin að vera dugleg að skemmta mér um helgar=) Fór í viku til Krítar með familíunni.. það var æði pæði!
Fór í eina útilegu.. já bara EINA.. fór um verslunarmannahelgina til Flúða með Hafdísi og Himma... það var ógeðslega gaman!!!
Hafdís hélt upp á afmælið sitt í sumarbústað þann 12. júlí, þar sem að hún átti afmæli 6.maí :p
Fríða vinkona eignaðist lítinn prins þann 16. júlí sem var skírður í dag Birgir Ágúst =)
Ég skráði mig í sumarskóla og er ekkert búin að læra í því.. komst að því að ég nenni ekki að læra á sumrin... og kem ekki til með að skrá mig aftur í sumarskóla!
Ég á afmæli eftir 6 daga...víí.. og er ég ekki búin að plana neitt fyrir afmælisdaginn.. hver veit nema maður fari bara í útilegu númer 2, það væri ekki vera=) Svo á Sigga afmæli bara viku á eftir mér... og ætlum við að fara í bústað og halda upp á afmælið hennar þar :)
Svo byrjar skólinn enn og aftur... er ekki að nenna að standa í þessum skóla... mig langar mest bara að fara að ferðast og leika mér soldið!
11. maí 2008
Únglingurinn í Skóginum!
Mig dreymdi ég geingi útí skóg einsog í fyrra þegar ég gekk útí skóg með stöllu minni; og stóð ein í rjóðrinu við lækinn.
Og þá kemur únglíngurinn í skóginum með úngan teinúng í hendi, klæddur skikkju ofinni úr laufum.
Og hann hleypur frammá bakkann, lýtur niðrað læknum, eys upp vatni í lófa sér, þeytir á loft og seigir:
(Hann: )
Eia!
Eia perlur! Eia gimsteinar!
Eia leikur
leikur í sólskini
útí skógi!
Hvert fór skógurinn,
kysti animónur og hló,
animónur og animónur
og fór að gráta?
Táta,
kondu táta,
kondu litla nótintáta
að kyssa pótintáta
útí skógi!
(Hún: )
Svei attan.
(Hann: )
Títa,
litla grýta,
liljan hvíta,
mýrispýta,
lindargullið og eldflugan mín,
hér kem ég að sjá þig, sjá þig,
Máni frá Skáni
kominn af Spáni
til að sjá þig,
spámáni frá Skáni
skámáni frá Spáni
frá Skámánaspáni
og á þig, á þig –
(Hún: )
Aldrei skaltu fá mig!
(Hann: )
Ó ég veit alt um þigalt hvað þú ert lítil
lítil og skrítin,
því ég er Safír
frá Sahara í Aharabíu
Saba í Abaríu
og veit alt, Abari frá Sabarí
Saraba í Arabíu
og veit altaltaltaltaltaltalt
Alt
(Hún: )
Þú veist ekki eitt, ert ekki neitt.
Hann laut yfir lindina, las það sem speglast í gárunum.
Og degi tók að halla
og dagur tók að hljóðna,
eólan dúrar,
aftanskin í lundi.
Meðan kliður dagsins
í kveldsins friði
eyddist
og niður lagsins
í eldsins iði
deyddist
rétti hann mér höndina, benti til sólar og saung:
Eia ég er skógurinn
skógurinn sjálfur:
Morgunskógurinn drifinn dögg
demantalandið;
ég er miðdegisskógurin,
málþrastarharpan;
kvakandi kvöldskógurinn
rökkurviðurinn
reifður hvítum þokum;
grænklæddur gaukmánuður
guðlausra jarðdrauma,
himneskur losti
heiðinnar moldar.
Og skepnan öll drekkur sig drukkna undir mínum laufum.
Ég er hundraðlitur haustskógarsinfónninn
og sjá, blöð mín falla,
þau falla til jarðar
og deyja
troðin stígvélum fuglarans.
Og haukarnir setjast á hvítar greinar.
Og hundar galdramannsins snuðra í föllnum laufhaddi mínum.
Þá þótti mér ég fara að gráta og þá vaknaði ég.
g þá vaknaði ég.
22. apríl 2008
Hvernig ertu í rúminu?
Persónuleiki í Bólinu
Það er hægt að lesa heilmikið í persónuleika fólks á kynlífssviðinu með því að skoða hvaða litur er í uppáhaldi.
Veldu þér einn lit (EKKI KÍKJA Á SVÖRIN Á UNDAN) og vittutil, rannsóknir hafa sýnt að það er mikið til í ÞESSU!!!!!!!!!
Rauður
Þú ert eins og villidýr í rúminu.Kynþörf þín er mjög sterk,
það er auðvelt að koma þér í stuð og þú ert til hvar sem er og hvenar sem er.
Rúmið er ekkert endilega uppáhalds. Hversvegna ekki að gera´ða í eldhúsinu,
sturtuni, garðinum eða inná skrifstofu? Þú notar allan líkaman þinn og félagans til að
fullnægja ykkur og fýlar að láta dekra við þig og þér líður aldrei betur en eftir gott kynlíf.
Ef báðir í bólinu velja rauðan er bókað mál að kaloríurnar fá að fjúka.
Þú átt þó til að vera ágeng/ágengur og stjórna bólfélaganum þínum full mikið.
Gulur
Þú vilt þóknast makanum í rúminu og veitir honum yfirleitt meiri athygli en sjálfri/sjálfum þér.
Þú hefur gaman af kynlífi en nærð aldrei að njóta þess til fulls því að þú þorir ekki að finna villimenskuna í þér.
Þú roðnar ef lítil stuna hrekkur upp úr þér og ert stöðugt hrædd/hræddur um að vera að gera eitthvað vitlaust.
Kynhvötin kemur í bylgjum og þú átt mjög erfitt með að segja frá kynferðislöngununum,
því þú ert hrædd/hræddur um að virðast vera eitthvað skrýtin/skrýtinn.
Breyttu hugarfarinu og losaðu um beislið, spennandi nætur gætu verið framundan.
Grænn
Þú ert sakleysið uppmálað og stundar kynlíf eins og þú sért að gera það í fyrsta skiftið.
Þú ert nærgætin/nærgætinn og varkár og ert ekkert mikið fyrir nýjungar í rúminu
og stundar ekki einnarnæturgaman. Þeir sem velja grænan eru þó góðir makar
því að þeir eru trúir og traustir og vilja helst halda sig með einum aðila sem þeir þekkja vel.
Þú reynir þá líka að gera allt sem þú getur til að fullnægja honum
og vilt láta sýna þér hvað bólfélaganum finnst gott. Það er ekki verra ef þú færð síðan smá hrós í staðinn.
Appelsínugulur
Hausinn á þérer fullur af kynlífsfantasíum sem þú getur ekki beðið eftir að einhver uppfylli.
Þú vilt vera stjarnan í bólinu og elskar alla athyglina sem þú færð og kýst
frekar að vera þolandinn heldur en gerandinn. Þú þarft tilbreytingu í kynlífinu
og forleikur er þér mjög mikilvægur. Þú vilt þó sleppa öllu masi og koma leiknum í gang
um leið og heim er komið. Þegar upphituninni er lokið,
sleppir þú þér gjörsamlega og bólfélaginn á aldrei eftir að verða samur á eftir.
Bleikur
Þú hefur gaman af leikjum og þá sérstaklega í kynlífinu.
Þú færð ákveðið kikk út úr því að stríða bólfélaganum og nytur þess að vera tælandi
og daðra við ólíklegustu aðila án þess að meina nokkuð með því.
Þú vilt prófa nýja hluti og sérstaklega eitthvað sem er talið tabú og fýlar sérstaklega hlutverkaleiki.
Þú hefur gaman af að láta stjórna þér í rúminu og hrífst því af manneskjum sem eru ákveðnar og jafnvel stjórnsamar.
Fjólublár
Þér finnst þú oft vera of fáguð fyrir vilt kynlíf og vilt helst liggja á bakinu
án þess að svitna of mikið. Allt þarf að vera í röð og reglu og því er þér
mjög illa við að gera spontanthluti. Þú þarft að hafa fulla stjórn yfir ástríðunum
og hugsar oft meira um að mistakast ekki en að hafa gaman af leiknum.
Kynlíf hjá þér fer fram á kvöldin og síðan er farið að sofa.
Þú verður samt að læra að kynlíf er mun meira en nokkrar mínútu samfarir.
Hættu að passa uppá hárið og hreyfðu þig!!
Svartur
Þú vilt öðruvísi kynlíf og færð lítið út úr rómantík og tilfinningasemi.
Þú vilt hjálpartæki, leðurólar, handjárn , bara allan pakkan takk!
Þú ert mislyn/mislyndur, og eigingjörn/eigingjarn í kynlífinu og
hugsar lítið um þann sem deilir bólinu með þér.
Þú tekur höfnun illa og vilt geta fengið kynlíf eftir pöntun.
Þú verðru að hætta þessari stjórnunaráráttu
því kynlífið er miklu skemmtilegra ef báðir aðilar njóta þess jafn mikið!
Hvítur
Hvítur er litur sakleysisins og hér er hann engin undantekning.
Þegar kemur að kynlífi ertu bæði feimin/feiminn og íhaldssöm/íhaldssamur.
Þú vilt ekki hafa ljósin kveikt og helst ekki að makinn sjái þig nakta/naktan.
Þú vilt helst ekki breyta út af vananum og kynlífið er því fremur tilbreytingarlaust.
Þú ert traustur maki og ólíklegt að þú haldir framhjá
en þú ættir að fá bólfélagann til að hrista aðeins í þér.
Ekki vera síðan feimin við að stynja hátt og snjallt þegar hann gerir eitthvað sem þér líkar.
Brúnn
Þú ert rómantísk/rómantískur og umhyggjusöm/umhyggjusamur og tekur tillit til þarfa makans.
Þú vilt þekkja hvert einasta smáatriði á líkama hennar/hans og gerir það
sem hann vill en vilt líka fá greiðan til baka.Kynlífið er mjög mikilvægt fyrir þér
því þar geturðu tjáð tilfinningar þínar. Þú hefur gaman af því að kela og knúsa
og vilt taka þér langan tíma í ástarleikinn, en ert ekki mikið fyrir sjortara á baðinu.
því lengur sem þú ert með sama aðilanum, því betra verður kynlífið
því þú ert stöðugt að prófa nýja og nýja hluti.
Grár
Kynlíf fyrir þér er aðferð til að losa um spennu, en lítið meira en það.
Þetta eru bara samfarir, eitthvað sem mannkynið hefur þurft að gera frá upphafi alda
til þess að fullnægja makanum og eignast börn.
Þú dettur oft inn í aðra hugsanir á meðan á ástarleiknum stendur
og ert kanski farin/farinn að leysa verkefni í vinnuni þegar makinn er að fá´ða. Ekki mikill losti þar!
Blár
Þeir sem velja bláan eru ótrulegir bólfélagar. Þeir eru rómantískir,
erótískir, tilfinninganæmir og ástríðufullir allt í einu.
Þú vilt stöðugt vera að þróa þig áfram á kynlífssviðinu og verða betri
og betri í þínu helsta áhugamáli. Þú neitar því sjaldan kynlífi
og veitir bólfélaganum stöðuga athygli. Kynlíf fyrir þér er heljarinnar athöfn
og forleikurinn er jafn mikilvægur og ríðingarnar sjálfar og síðan viltu auðvitað sofna í faðmlögum eftirá.

